Fimmtudagur 23. mars 2017
 • Erasmus_school to school2015
 • Erasmus_school to school2015_2
 • Erasmus_school to school2015_3
 • IMG_1942
 • IMG_2125a
 • IMG_8026
 • IMG_8277
 • IMG_8375a
 • IMG_8421
 • IMG_8461
 • SQ2A3614
 • frjalsar_0915

myndir1-1

postur1-1

Mentor

outlook1-1

Sigurvegarinn úr Rimaskóla 

Hafdís Eyja Vésteinsdóttir 7-GH var valinn sigurvegari í úrslitakeppni Stóru upplestararkeppninnar 2017 sem fram fór í Grafravogskirkju. Bekkjarsystir hennar, Valdís María Sigurðardóttir var einnig fulltrúi Rimaskóla í keppninni og stóð hún sig líka afar vel. Það var erfitt fyrir dómnefnd að gera upp á milli 14 keppenda sem lásu til úrslita í kirkjunni, nemendur 7. bekkjar úr öllum grunnskólunum í Grafarvogi og á Kjalarnesi. Þorgeir Sölvi Kjartansson 7-IK var kynnir á úrslitakeppninni og kynnti m.a. ljóðskáldið Steinunni Sigurðardóttur. Krakkarnir þrír unnu undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í Rimaskóla fyrir hálfum mánuði og fengu í framhaldinu góða leiðsögn frá Mörtu aðstoðarskólastjóra sem skilaði þeim þessum góða og ánægjulega árangri. (HÁ)

Prenta | Senda grein

Nemendur í 9-ER unnu lokaverkefnið sitt á hjúkrunarheimilinu Eir

Nemendur í 9-ER í áfanganum Leið þín um lífið ákváðu að vinna lokaverkefnið sitt á dagdeild fyrir eldri borgara á hjúkrunarheimilinu Eir. Verkefnið snerist um að láta gott af sér leiða í hverfinu. Nemendurnir fengu kynningu um starfsemi deildarinnar hjá Júlíu iðjuþjálfa. Þeir spiluðu minigolf, fóru í spurninga- og málsháttaleiki með vistmönnum. Fólkið var mjög jákvætt og ánægt með heimsókn unglinganna. Nemendurnir frá Rimaskóla unnu verkefni sitt með áhuga og jákvæðni. (AKJ)

 

Prenta | Senda grein

Ninna hlaut Hvatningarverðlaun Skóla-og frístundasviðs 2017

Rimaskóli fékk sín áttundu hvatningarverðlaun frá Skóla-og frístundasviði Reykjavíkurborgar þegar verkefni Ninnu „Virðing – kynfræðsla í Rimaskóla“ fékk viðurkenningu fyrir framsækið og metnaðarfullt skólastarf. Það eru nemendur í 8. – 9. bekk sem njóta fræðslu og verkefnagerðar í þessari mikilvægu námsgrein. Í kynfræðslunni er lögð áhersla á jákvæða sjálfsmynd, sjálfsvirðingu og virðingu fyrir öðrum. Nemendur fá einnig fræðslu um jafnréttislögin, stöðu kynjanna í samfélaginu og vakin athygli þeirra á skaðlegri menningu sem getur leitt til kynbundis ofbeldis. Allir sem til Ninnu þekkja sem kennara og persónu eru hjartanlega sammála um að hún sé afara vel að þessum verðlaunum komin. Til hamingju Ninna og Rimaskóli. (HÁ)

Prenta | Senda grein