Sunnudagur 28. ágúst 2016
 • Erasmus_school to school2015
 • Erasmus_school to school2015_2
 • Erasmus_school to school2015_3
 • IMG_1942
 • IMG_2125a
 • IMG_8026
 • IMG_8277
 • IMG_8375a
 • IMG_8421
 • IMG_8461
 • SQ2A3614
 • frjalsar_0915

myndir1-1

postur1-1

Mentor

outlook1-1

Skólasetning haustið 2016

Nemendur Rimaskóla mæta til skólasetningar mánudaginn 22. ágúst skv. eftirfarandi tímasetningu:

Kl. 09:00 Nemendur í 8. – 10. bekk
Kl. 10:00 Nemendur í 6. og 7. bekk
Kl. 10:30 Nemendur í 4. og 5. bekk
Kl. 11:00 Nemendur í 2. og 3. bekk

Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtöl símleiðis mánudaginn 22. ágúst og þriðjudaginn 23. ágúst

Prenta | Netfang

Útskriftarhátíð 10. bekkjar. Glæsilegur nemendahópur

Nemendur Baldurs og Gerðar í 10. bekk mættu á útskriftarhátíð Rimaskóla ásamt fjölda gesta, nánustu fjölskyldu og vina. Í árgangnum eru rúmlega 50 gjörvulegir nemendur sem við í skólanum komum til með að sakna. Helgi skólastjóri hóf hátíðardagskrána með útskriftarræðu þar sem hann fór yfir helstu viðburði í skóla-og félagsstarfi vetrarins. Hann gaf nemendum góð ráð inn í framtíðina við þessi tímamót. Jakob Viðar Sævarsson ávarpaði samkomuna fyrir hönd útskriftarnemenda og Marta aðstoðarskólastjóri kvaddi krakkana með hlýjum orðum og framtíðaróskum. Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan námsárangur, myndlistarverkefni og mætingasókn. Flestar viðurkenningar og hæstu lokaeinkunn hlaut Gréta Dögg Þórisdóttir 10-BAS. Hanna Björt Stefánsdóttir, efnileg söngkona í útskriftarhópnum, söng tvö frábær lög við undirleik föður síns. Foreldrafélagið gaf útskriftarnemendum penna með nafni skólans og ártalinu 2016. Sneisafullt borð veitinga í boði foreldra beið gesta í lok útskriftarhátíðar og gáfu þeir sér góðan tíma til að njóta stundarinnar. (HÁ)

Prenta | Netfang

Glæsileg leiksýning 6. bekkjar í Grenndarskógi Rimaskóla

Lína langsokkur var sett á svið í útileikhúsinu í grenndarskógi Rimaskóla og voru það allir nemendur 6. bekkjar sem tóku þátt í sýningunni. Þetta er 7. árið í röð sem nemendur í 6. bekk setja upp leiksýningu í skóginum sem er eins og sniðinn fyrir fullkomið útileikhús. Veðrið lék við leikara og áhorfendur sem fjölmenntu á þrjár sýningar og skemmtu sér konunglega. Leikstjóri krakkanna er Eggert A. Kaaber leiklistarkennari Rimaskóla og þau Jónína Margrét myndlistarkennari og Haraldur smíðakennari sjá um búninga og leikmuni. Eins og áður segir var frammistaða krakkanna ótrúlega flott og leikræn tilþrif sáust víða.  Grenndarskógur Rimaskóla er í gömlu sumarbústaðarlandi, Brekku innst í Grafarvogi. Verkefni Rimaskóla „Leikhús í skóginum“ hefur hlotið Hvatningarverðlaun Skóla-og frístundasviðs og atriði úr leikverkum hafa verið sýnd á Barnamenningarhátíðum Reykjavíkurborgar. (HÁ)

Prenta | Netfang