Fimmtudagur 19. janúar 2017
 • Erasmus_school to school2015
 • Erasmus_school to school2015_2
 • Erasmus_school to school2015_3
 • IMG_1942
 • IMG_2125a
 • IMG_8026
 • IMG_8277
 • IMG_8375a
 • IMG_8421
 • IMG_8461
 • SQ2A3614
 • frjalsar_0915

myndir1-1

postur1-1

Mentor

outlook1-1

Rimaskólastrákar fjölmennir í liði Reykjavíkurmeistaranna

Fjölnir sigraði í 7. flokki á Reykjavíkurmeistaramótinu í körfuknattleik 2017. Í þessu sterka liði eru fjórir drengir úr 6. og 7. bekk Rimaskóla. Úrslitakeppnin fór fram í Rimaskóla og því ánægjulegt fyrir þessa fræknu pilta að tryggja sér sigurinn á „heimavelli“. Okkar menn í liðinu eru þeir Gissur Rafn Hlynsson 7-GH, Daníel Ágúst Halldórsson 7-IK, Brynjar Kári Gunnarsson 6-GÍA og Snorri Steinn Ingólfsson 7-IK.  (HÁ) 

Prenta | Senda grein

Góð frammistaða á Reykjavíkurmeistaramótinu 2017

Hún Arna Maren Jóhannesdóttir nemandi í 6-EH stóð sig frábærlega á Reykjavíkurmeistaramótinu í sundi 2017. Hún sigraði í 50 m. baksundi meyja og varð aldursflokkameistari í sínum flokki. Varla þarf að taka það fram að Arna Maren æfir með Sunddeild Fjölnis. (HÁ)

Prenta | Senda grein

Skemmtilegt jólaleikrit og fallegur helgileikur á jólaskemmtun Rimaskóla

Rimaskóli var með þrjár jólaskemmtanir fyrir nemendur skólans og tókust þær allar mjög vel. Nemendur 7. bekkjar sýndu nýtt jólaleikrit sem nefnist „Gefðu mér gott í skóinn“ og fjallar um vandræðagang jólasveinanna við að koma gjöfunum frá sér tímanlega í skóinn. Stekkjarstaur villtist á leið sinni með til byggða með troðinn poka af jólagjöfum. Með hjálp GSM tókst honum loks að koma skilaboðum til bræðra sinna sem skipulögðu strax árangursríka leit. Á leið sinni til byggða mætti Stekkjarstaur ýmsum kynlegum kvistum en allt endaði vel og börnin fengu góðar gjafir frá sveinkunum þrettán. Leikstjóri 7. bekkjar var Júliana Sara Gunnarsdóttir leikkona sem samdi líka þetta fjörmikla leikrit sem féll vel í kramið meðal áhorfenda. Nemendur 4. bekkja fluttu helgileik á jólaskemmtun og var flutningur þeirra afar hátíðlegur og fallegur. Yngstu nemendur skólans dönsuðu í kringum jólatréð og sungu af krafti skemmtilegu jólalögin áður en þau kvöddu og lögðu af stað í jólaleyfið. (HÁ)

Prenta | Senda grein