Mánudagur 29. maí 2017

myndir1-1

postur1-1

Mentor

outlook1-1

Hundaólin Hljóð-ól komst í úrslitakeppni NKG

Þær Viktoría Ír Arnarsdóttir og Guðrún Harpa Kjartansdóttir nemendur í 7-IK áttu eina af þeim 25 hugmyndum sem valdar voru úr hópi 1100 hugmynda í áframhaldandi vinnusmiðju Nýsköunarkeppni grunnskólanna 2017. Vinnusmiðjan var haldin dagana 18. – 21. maí. Hljóð – ól heitir nýsköpunartillaga þeirra bekkjarsystra. Fyrir þennan heiður og snjöllu hugmynd fengu stelpurnar afhent viðurkenningarskjal. Hljóð – ól er ætluð hundaeigendum og hundum þeirra og nýtist vel ef svo illa fer að hundurinn týnist. Með þjálfun og GPS hátalara-appi er hægt að skynja hvar hundurinn er staddur og þegar hljóð sem hundurinn þekkir heyrist úr „hljóð-ólinni“ þá veit hundurinn að hann á að koma heim. Frábær hugmynd og velútfærð nýsköpun. Á myndinni má sjá þær Guðrúnu Hörpu og Viktoríu Ír með hljóð-ólina fínu og plakatið sem fylgdi með til útskýringar. Til hamingju stelpur. (HÁ)

Prenta | Netfang

Stuttmynd Rimaskóla „Lykkja“ sigraði á „Taka 2017“

Þeir mættu prúðbúnir og kannski eilítið sigurvissir Í BÍÓ Paradís Rimaskóladrengirnir sem tilnefndir voru til verðlauna í stuttmyndasamkeppninni „TAKA 2017 fyrir myndina Lykkju. Alls bárust 90 stuttmyndir, hreyfimyndir og tónlistarmyndbönd í keppnina og var keppt í 6 flokkum. Þegar kom að síðustu og viðamestu verðlaunaafhendingunni fyrir stuttmynd í eldri flokki þá kom í ljós að stuttmynd þeirra Alexanders Þórs Gunnarssonar, Hákonar Garðarssonar, Guðjóns Mána Aðalbjarnarsonar og Ísaks Freys ynni sigurverðlaunin. Það voru kátir piltar og vel til hafðir sem tóku við sigurverðlaununum. Glæsileg byrjun Rimaskóla á þátttöku í stuttmyndasamkeppni grunnskólanna. Til hamingju strákar. (HÁ)

Prenta | Netfang

Nemendur í 2. bekk sáu um síðasta föstudagsfjör vetrarins

Það var margt skemmtilegt í boði á þriðja og síðasta föstudagsfjöri 2. bekkjar í vetur. Krakkarnir kynntu skemmtileg rímljóð eftir Þórarin Eldjárn og sungu Þúsundfætlusönginn í lok ljóðaflutningsins. Krakkarnir í 2. bekk kunna ýmislegt fyrir sér í dansi og á fjörinu sýndu þau tvo ólíka en afar velæfða dansa. Eftir gátur og píanóspil var komið að töffurum bekkjarins að sýna listir sínar í þeim íþróttagreinum sem þeir eru að æfa. Fjölnislagið hljómaði undir kynningunni þar sem strákarnir eru allir að æfa með Fjölni, okkar ágæta ungmennafélagi. Þetta var síðasta bekkjarfjörið í vetur og líkt og öll önnur fjör í vetrarins skemmtu allir sér konunglega, nemendur, starfsmenn og ekki síst stoltir foreldrar. (HÁ)

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...