Sunnudagur 11. desember 2016
 • Erasmus_school to school2015
 • Erasmus_school to school2015_2
 • Erasmus_school to school2015_3
 • IMG_1942
 • IMG_2125a
 • IMG_8026
 • IMG_8277
 • IMG_8375a
 • IMG_8421
 • IMG_8461
 • SQ2A3614
 • frjalsar_0915

myndir1-1

postur1-1

Mentor

outlook1-1

Jólasveinar með gleði og gaman á föstudagsfjöri 1. bekkjar

Rúmlega 20 jólasveinar mættu með fyrra fallinu á föstudagsfjör Rimaskóla og skemmtu nemendum og fjölmennum foreldrahóp með ýmsum kúnstum í dansi, söng og leik. Krakkarnir í 1. bekk komu vel undirbúin til leiks. Kennarar árgangsins, þær Halla, Hildur og Þuríður, voru greinilega búnar að æfa og skipuleggja atriðin í þaula og útkoman því stórskemmtileg. Nemendur fluttu okkur jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum og dönsuðu „Senn koma jólin“ og „Í skóginum stóð kofi einn“. Rakel María tónmenntakennari lék undir í jólalögunum sem við erum að syngja í skólanum og við áhorfendur fengum að heyra tvö glæsileg sýnishorn, lögin „Á jólunum er gleði og gaman“ og Það á að gefa börnum brauð“. Rimaskóli er fagurlega skreyttur í hólf og gólf í tilefni jólanna. Gleði og gaman jólasveinanna í 1. bekk juku enn frekar á jólaskapið. Það er gaman í Rimaskóla, ekki síst í desember. (HÁ)

Prenta | Netfang

Allir nemendur 6. bekkja á Barnaþingi Miðgarðs 2016

Um 200 nemendur úr 6. bekk Í grunnskólunum í Grafarvogi og á Kjalarnesi sóttu Barnaþing í Borgum Spönginni í boði Miðgarðs fjölskyldumiðstöðvar. Vel var að þessu Barnaþingi staðið og boðið upp á umræður og fyrirlestra. Tækni á tölvuöld var meginverkefni krakkanna sem tóku öll þátt í umræðuhópum og fengu i hendur spurningu til að vinna með og svara. Krakkarnir sýndu verkefninu mikinn áhuga og unnu samviskusamlega í 8 – 10 manna hópum blönduðum nemendum úr mismunandi skólaum. Meðal spurninga sem krakkarnir ræddu og fundu svör við voru: „Hvernig gerir tæknin líf mitt betra ? Er aðgangur að internetinu mannréttindi ? og Hvernig ætti að nota tæknina í skólanum ? “. Miðgarður bauð upp á veitingar á miðju þingi og í lokin var öllum verkefnum frá þinginu safnað saman og verður unnið með svörin í framhaldinu. Guðbjörg Íris umsjónarkennari og Selma Dröfn stuðningsfulltúi Rimaskóla fylgdu bekkjunum á barnaþingið auk þess sem Helgi skólastjóri var einn af umræðustjórum hópanna. Nemendur í 6. bekk Rimaskóla stóðu sig mjög vel, þau tóku virkan þátt í umræðunni og voru til fyrikrmyndar allan tímann. (HÁ)

Prenta | Netfang

Rimaskóli með flest verðlaun á Jólaskákmóti ÍTR og TR 2016

Jólaskákmót grunnskólasveita í Reykjavík fór fram dagana 27. og 28. nóvember. Fyrri daginn var riðlakeppni í yngri flokki þar sem bæði drengja og stúlknasveitir Rimaskóla tryggðu sér sæti í 4 liða úrslitum. Síðari daginn var teflt til úrslita og keppt í eldri flokki nemenda í 8. – 10. bekk. Allar sveitir Rimaskóla hlutu gull-eða silfurverðlaun í úrslitum. Ungar og efnilegar skákstúlkur í 4. og 5. bekk Rimaskóla urðu jólaskákmeistarar Reykjavíkur eftir góða sigra bæði í undanúrslitum og úrslitakeppninni. Drengjasveitin sem skipuð er skákmönnum úr 6. og 7. bekk endaði í 2. Sæti í úrslitakeppninni næst á eftir Ölduselsskóla eftir að hafa unnið í riðlakeppninni daginn áður. Skáksveit 8. – 10. bekkjar undir forystu Nansýjar Davíðsdóttur varð í 2. sæti á eftir Laugalækjarskóla í eldri flokki. Þessir tveir skólar höfðu nokkra yfirburði á mótinu. Á jólaskákmótinu lentu Rimaskólasveitir langoftast í verðlaunasætum sem sýnir að skólinn gefur ekkert eftir sem afreksskóli í skák. Meistararnir í stúlknaflokki eru þær Embla Sólrún, Sigríður og Dagný í 5-HSv, Eva Björg í 4-EDG og Sara í 4-IMF. Skásveit Rimaskólapilta sem unnu gullverðlaun á sunnudag og silfurverðlaun daginn eftir er skipuð þeim Joshua, Hilmi, Arnóri og Antoni Breka, öllum í 6-EH og Mikael Maron í 7-GH. B sveit skólans hlaut 3. sætið í undanúrslitum og voru næstir því að komast í úrslitakeppnina. Rimaskóli óskar þessum efnilegu skákkrökkum til hamingju með árangurinn.

Prenta | Netfang