Mánudagur 25. september 2017

myndir1-1

postur1-1

Mentor

outlook1-1

„Lestrarhestar“ á yngsta stigi verðlaunaðir

Kennarar Rimaskóla kvöddu nemendur sína í vor með því að skipuleggja lestrarátak meðal þeirra í sumarfríinu. Í skólabyrjun í ágúst kom í ljós að fjölmargir nemendur í 2. – 4. bekk höfðu lesið margar bækur og voru afar stoltir yfir árangri sínum. Í morgun mættu allir nemendur þessara árganga inn á sal skólans þar sem skólastjóri afhenti sex nemendum áhugaverð bókaverðlaun fyrir góða frammistöðu í lestrinum. Dregið var úr nöfnum þeirra nemenda í 2. – 4. bekk sem sýndu góða frammistöðu og lásu ótal bækur í vetur. Þeir heppnu voru þau Nikola og Víkingur Davíð í 2. bekk, Björn Ingi og Sindri Snær í 3. bekk og loks Sandra Írena og Stefán Örn í 5. bekk. Helgi skólastjóri afhenti þeim glæsileg bókaverðlaun, brýndi fyrir börnunum mikilvægi þess að lesa öllum stundum og njóta þess að lesa skemmtilegar bækur. (HÁ)

Prenta | Netfang