Mánudagur 25. september 2017

myndir1-1

postur1-1

Mentor

outlook1-1

Bókasafn

Bókasafn Rimaskóla

Skólasafn Rimaskóla er staðsett miðsvæðis á jarðhæð skólans.Safnið er opið daglega frá 8:10 - 15:00 nema á föstudögum frá 8:10 – 14:30.

Skólasafnið er upplýsingamiðstöð skólans í fræðslu og upplýsingaleit, jafnt fyrir nemendur og kennara. Starfsemin samanstendur af, safnkennslu, heimilda- og upplýsingaleit, útlánum og lestri.

Safnið er tengt landskerfi bókasafna, Gegni.

Nemendur og starfsmenn eiga útlánakort á safninu sem eru geymd þar.

Safnkostur

Á safninu eru alls um 8000 bækur sem skiptast í skáldsögur og fræðibækur. Á safninu er einnig að finna: hljóðbækur, geisladiska, spil, myndbönd og tímarit ásamt kennsluleiðbeiningum og öðrum gögnum fyrir kennara.

Á safninu eru staðsettar 17 tölvur sem notaðar eru m.a. í safnkennslu og þar sem nemendur geta komið og leitað upplýsinga á netinu og unnið að verkefnum.

Reglur

Öllum er frjálst að skoða og lesa bækur og rit á safninu.

Við göngum hljóðlega um og tökum tillit til annarra

Við förum vel með safngögn og göngum frá öllu á sinn stað eftir okkur

Við borðum ekki nestið okkar á safninu

Útlánstími er tvær vikur

Fræðibækur eru ekki lánaðar út af safninu nema til heimildavinnu í skólanum.

Prenta | Netfang