Mánudagur 25. september 2017

myndir1-1

postur1-1

Mentor

outlook1-1

OLÍS styður skákdrottningu Rimaskóla

IMG 5303aNansý Davíðsdóttir nemendi í 7-EH í Rimaskóla er án efa efnilegasta skákkona Íslands, núverandi Norðurlandameistari stúlkna og margfaldur Íslandsmeistari ein og sér og með skáksveitum Rimaskóla. Fyrir tveimur árum vakti hún mikla athygli í Svíþjóð þegar hún 10 ára gömul vann alþjóðlega skákmótið Västerås Open og hirti þar öll aðal-og aukaverðlaun. OLÍS ákvað nýverið að styðja þessa afreksstúlku og auðvelda henni þátttöku í skákmótum erlendis. Fyrirtækið afhenti Nansý gjafabréf með flugmiða til Evrópu með Icelandair. Nansý fékk gjafabréfið afhent í skólanum þar sem bekkjarfélagar hennar og Eygló umsjónarkennari samglöddust henni. (HÁ)

Prenta | Netfang

Fallegur söngur og flottur dans á föstudagsfjöri 3-KÞ og 3-SMP

Þvílíkir snillingar sem þeir eru krakkarnir ungu í 3. bekkjum Katrínar og Sigríðar Maríu sem héldu sameiginlegt föstudagsfjör. Öll atriðin á dagskránni voru í háum gæðaflokki og fór þar fremst söngkonan Sólveig Embla sem flutti Kvæðið um fuglana einstaklega vel. Krakkarnir sögðu frá Jónasi Hallgrímssyni, listaskáldinu góða sem þeirra aldri var farinn að semja efnileg kvæði. Krakkarnir sungu einnig við undirleik Rakelar Maríu tónmenntakennara lagið Bjartur Máni og Skólasöng Rimaskóla eftir þá Val Óskarsson og Torfa Ólafsson fyrrverandi kennara við skólann. Hulda danskennari stýrði loks tveimur glæsilegum dansatriðum. Áhorfendur troðfylltu salinn og voru vel með á nótunum. Eftir dagskrá buðu nemendur foreldrum sínum og ættingjum í dýrindis kaffiveitingar. (HÁ)

Prenta | Netfang

Nemendur 2-IMF sáu um fyrsta föstudagsfjörið

IMG 5263aFyrsta föstudagsfjörið í Rimaskóla í vetur heppnaðist gífurlega vel. Nemendur Ingu Maríu í 2. bekk fluttu fjölbreytt og flott atriði með boðskap og innblásinni skólamenningu. Dans og söngatriði voru áberandi enda krakkarnir sterkir á þessum sviðum, syngja eins og englar og kunna tökin á danssporunum. Skólarappið rímaði vel við skólasönginn Það er leikur að læra. Bekkurinn söng einnig "Ég á lítinn skrýtinn skugga" og frömdu um leið vísindalegan gjörning með ljós og skugga. Eftir sprenghlægilega tískusýningu strákanna endaði dagskráin með lagi úr Ímu tröllastelpu þar sem boðskapurinn gegn einelti er skýr. Foreldrar fjölmenntu sem aldrei fyrr og nutu stolt veitinga með börnunum sínum í lok skemmtunar. (HÁ)

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...