Mánudagur 25. september 2017

myndir1-1

postur1-1

Mentor

outlook1-1

Fréttir

Stuttmynd Rimaskóla „Lykkja“ sigraði á „Taka 2017“

Þeir mættu prúðbúnir og kannski eilítið sigurvissir Í BÍÓ Paradís Rimaskóladrengirnir sem tilnefndir voru til verðlauna í stuttmyndasamkeppninni „TAKA 2017 fyrir myndina Lykkju. Alls bárust 90 stuttmyndir, hreyfimyndir og tónlistarmyndbönd í keppnina og var keppt í 6 flokkum. Þegar kom að síðustu og viðamestu verðlaunaafhendingunni fyrir stuttmynd í eldri flokki þá kom í ljós að stuttmynd þeirra Alexanders Þórs Gunnarssonar, Hákonar Garðarssonar, Guðjóns Mána Aðalbjarnarsonar og Ísaks Freys ynni sigurverðlaunin. Það voru kátir piltar og vel til hafðir sem tóku við sigurverðlaununum. Glæsileg byrjun Rimaskóla á þátttöku í stuttmyndasamkeppni grunnskólanna. Til hamingju strákar. (HÁ)

Prenta | Netfang

Opnað hefur verið fyrir val næsta skólaárs

Nú hefur verið opnað fyrir val næsta skólaárs á heimasíðu Rimaskóla. Valið er að þessu sinni rafrænt og verður opið til miðnættis fimmtudaginn 4. maí.  
Hér má nálgast valgreinabæklinginn með útskýringum á valfögum næsta skólaárs og valblöðin eru undir flipanum námsval á heimasíðunni.
Við biðjum foreldra/forráðamenn að fara yfir valið með börnum sínum.
Valið er bindandi og ekki er gert ráð fyrir neinum breytingum að hausti.

Prenta | Netfang

Keppnisskapið vantaði ekki

Rimaskóli sendi mjög gott lið í undankeppni Skólahreysti sem er keppni fyrir alla 9. og 10. bekki á landinu. Keppnisgreinar eru upphífingar, armbeygjur, dýfur, hreystigreip og hraðabraut. Allir skólar úr Breiðholti, Árbæ, Grafarvogi og Grafarholt voru í sama riðli og gríðarleg keppni var í riðlinum sem endaði þannig að Rimaskóli fékk 2. sætið við mikinn fögnuð öflugra stuðningsmanna, en stuðningslið Rimaskóla var valið besta stuðningsliðið. Því miður dugði 2. sætið í keppninni ekki til að Rimaskóli kæmist í lokakeppnina. Í liði Rimaskóla voru: Aron Dagur Beck, Anna Grevtsova, Ganbríella Rán Hlynsdóttir, Jón Ingi Anton Patriksson, Kristjana Marta Marteinsdóttir og Bjartur Gabríel Guðmundsson, öll frábærir íþróttamenn og hreystin uppmáluð. (JÓ)

Prenta | Netfang