Laugardagur 21. október 2017

myndir1-1

postur1-1

Mentor

outlook1-1

Fréttir frá 2. bekk

Allt það skemmtilegasta í boði á föstudagsfjöri

Stúlkurnar í 1. bekk áttu sviðið og salinn á föstudagsfjörinu í morgun. Allar flottu stelpurnar í árganginum mættu til leiks í fyrsta sinn með sitt föstudagsfjör og sáu svo sannarlega um að skemmta yngri bekkjum skólans og foreldrum sínum með frábærum atriðum. Söngur og dans voru áberandi á dagskránni og þarna voru stelpurnar allar á „heimavelli“. Þær dönsuðu af innlifun og sungu eins og englar. Það var ekki að sjá að þetta væri þeirra fyrsta föstudagsfjör svo vel æfð voru atriðin. Gleðin skein úr andlitum stelpnanna sem hrifu áhorfendur með framgöngu sinni. Til hamingju Bjarney, Jenný Björk, Jóhanna, Katrín María, Rakel tónmenntakennari og Hulda danskennari með hópinn ykkar. (HÁ)

Prenta | Netfang