Það var margt skemmtilegt í boði á þriðja og síðasta föstudagsfjöri 2. bekkjar í vetur. Krakkarnir kynntu skemmtileg rímljóð eftir Þórarin Eldjárn og sungu Þúsundfætlusönginn í lok ljóðaflutningsins. Krakkarnir í 2. bekk kunna ýmislegt fyrir sér í dansi og á fjörinu sýndu þau tvo ólíka en afar velæfða dansa. Eftir gátur og píanóspil var komið að töffurum bekkjarins að sýna listir sínar í þeim íþróttagreinum sem þeir eru að æfa. Fjölnislagið hljómaði undir kynningunni þar sem strákarnir eru allir að æfa með Fjölni, okkar ágæta ungmennafélagi. Þetta var síðasta bekkjarfjörið í vetur og líkt og öll önnur fjör í vetrarins skemmtu allir sér konunglega, nemendur, starfsmenn og ekki síst stoltir foreldrar. (HÁ)