Stelpurnar í 1. bekk Rimaskóla héldu uppi föstudagsfjöri nú í byrjun desember. Áhorfendur biðu spenntir eftir að sjá okkar yngstu nemendur troða upp í fyrsta sinn og urðu sko ekki fyrir vonbrigðum. Það sveif “jólasveinaandi” yfir vötnum og þrjú glæsileg atriði komu hvert á eftir öðru. Jólasveinadansinn dunaði fyrstur og síðan kom kvæðið um tíu litla jólasveina sem stúlkurnar léku um leið. Tvö falleg jólalög sem stúlkurnar sungu voru síðasta atriðið á dagskránni. Allt heppnaðist þetta fullkomnlega undir öruggri stjórn umsjónar-tónmennta-og danskennara skólans. Elstu börnin á Laufskálum voru gestir á sýningunni og hegðuðu sér mjög vel. Eftir skemmtunina gæddu stoltir og ánægðir foreldrar sér á kræsingum og kaffisopa og höfðu greinilega um nóg að spjalla á jákvæðum. (HÁ)