Drengirnir í 2. bekk sáu um fjölbreytt og skemmtilegt föstudagsfjör með dansi, söng, hljóðfæraleik og leikriti. Þessir ungu drengir komu mjög vel undirbúnir og atriðin þeirra runnu í gegn hvert af öðru. Strákarnir sýndu að þeir hafa margt lært hjá Huldu danskennara og dönsuðu þeir með miklum tilþrifum lögin YMCA og Skólarapp. Ævintýraleikritið úr skóginum sem nefnist „Hver er flottastur“ var skemmtilegt og vel leikið. Nokkrir góðir brandarar fuku og á milli atriða spiluðu þrír drengir á hljóðfæri. Dagskránni lauk með því að strákarnir í 2. bekk sungu „Karl sat undir kletti“ við undirleik Rakelar Maríu. Kennarar bekkjarins eru þær Ásdís Ýr, Heiðrún Björk og Sigurbjörg. (HÁ)