Mánudagur 25. september 2017

myndir1-1

postur1-1

Mentor

outlook1-1

Fréttir frá 6. bekk

Nemendur 6. bekkjar gáfu tóninn á grunnskólamótinu í frjálsum

Grunnskólamót Reykjavíkur í frjálsum hófst í Laugardalshöllinni með keppni á milli nemenda 6. bekkjar. Nemendur í 6. bekk Rimaskóla fjölmenntu á mótið og sýndu frábæra frammistöðu bæði í flokki stúlkna og drengja. Keppt er í fjórum greinum; kúluvarpi, langstökki, 60 m hlaupi og 600 m hlaupi. Hvattir af kennurum, skólastjóra og foreldrum hlutu nemendur Rimaskóla langflestu stigin og gáfu tóninn fyrir framhaldið. Nemendur 7. bekkjar keppa í dag á mótinu og nemendur 8. og 9. bekk á morgun þriðjudag. Í fyrra vann skólinn grunnskólamótið í frjálsum í öllum árgöngum. Frammistaða 6. bekkjar sýnir að það er góður möguleiki á að endurtaka leikinn. (HÁ)

Prenta | Netfang