Mánudagur 25. september 2017

myndir1-1

postur1-1

Mentor

outlook1-1

Fréttir frá 7. bekk

Rimaskólastúlkur Íslandsmeistarar 7. árið í röð

Íslandsmót grunnskólasveita í stúlknaflokki fór fram í Rimaskóla sl. laugardag og voru tæplega 100 stúlkur mættar til leiks. Rimaskóli sendi tvær 4 manna sveitir til leiks og voru stúlkurnar á aldrinum 6 - 16 ára.  A- sveit Rimaskóla varð Íslandsmeistari eftir afar spennandi keppni um efsta sætið við stelpurnar í Salaskóla. Fyrir síðustu umferðina leiddu Kópavogsstúlkur með 11,5 vinninga en Rimaskóli í 2. sæti með 8 vinninga. Þarna höfðu Salaskólastúlkur lokið sínum skákum en möguleikar Rimaskólastúlkna voru að vinna allar síðustu skákirnar í lokaumferð. Af mikilli ákveðni og festu tókst það. Þær Nansý, Embla Sólrún, Valgerður og Sara Sólveig unnu sínar skákir og Íslandsmeistaratitillinn þeirra, hálfum vinningi fyrir ofan næsta skóla. Þetta er 7. árið í röð sem Rimaskóli vinnur Íslandsmót stúlkna og framhaldið er bjart því efnilegar skákstelpur er að finna í 1. - 7. bekk. Á eftir Rimaskóla og Salaskóla voru það Foldaskólastúlkur sem lentu 3. sætinu.

Prenta | Netfang

Hundaólin Hljóð-ól komst í úrslitakeppni NKG

Þær Viktoría Ír Arnarsdóttir og Guðrún Harpa Kjartansdóttir nemendur í 7-IK áttu eina af þeim 25 hugmyndum sem valdar voru úr hópi 1100 hugmynda í áframhaldandi vinnusmiðju Nýsköunarkeppni grunnskólanna 2017. Vinnusmiðjan var haldin dagana 18. – 21. maí. Hljóð – ól heitir nýsköpunartillaga þeirra bekkjarsystra. Fyrir þennan heiður og snjöllu hugmynd fengu stelpurnar afhent viðurkenningarskjal. Hljóð – ól er ætluð hundaeigendum og hundum þeirra og nýtist vel ef svo illa fer að hundurinn týnist. Með þjálfun og GPS hátalara-appi er hægt að skynja hvar hundurinn er staddur og þegar hljóð sem hundurinn þekkir heyrist úr „hljóð-ólinni“ þá veit hundurinn að hann á að koma heim. Frábær hugmynd og velútfærð nýsköpun. Á myndinni má sjá þær Guðrúnu Hörpu og Viktoríu Ír með hljóð-ólina fínu og plakatið sem fylgdi með til útskýringar. Til hamingju stelpur. (HÁ)

Prenta | Netfang

Sigurvegarinn úr Rimaskóla 

Hafdís Eyja Vésteinsdóttir 7-GH var valinn sigurvegari í úrslitakeppni Stóru upplestararkeppninnar 2017 sem fram fór í Grafravogskirkju. Bekkjarsystir hennar, Valdís María Sigurðardóttir var einnig fulltrúi Rimaskóla í keppninni og stóð hún sig líka afar vel. Það var erfitt fyrir dómnefnd að gera upp á milli 14 keppenda sem lásu til úrslita í kirkjunni, nemendur 7. bekkjar úr öllum grunnskólunum í Grafarvogi og á Kjalarnesi. Þorgeir Sölvi Kjartansson 7-IK var kynnir á úrslitakeppninni og kynnti m.a. ljóðskáldið Steinunni Sigurðardóttur. Krakkarnir þrír unnu undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í Rimaskóla fyrir hálfum mánuði og fengu í framhaldinu góða leiðsögn frá Mörtu aðstoðarskólastjóra sem skilaði þeim þessum góða og ánægjulega árangri. (HÁ)

Prenta | Netfang

Valdís María, Þorgeir Sölvi og Hafdís Eyja áfram í upplestrarkeppninni. Aron Hannes tróð upp í dómarahléi með lagið sitt NÓTT

Það var mikið um dýrðir og öfluga keppendur þegar Stóra upplestrarkeppnin 2017 var haldin í Hátíðarsal Rimaskóla. Ellefu nemendur 7. bekkjar kepptu um þrjú verðlaunasæti og áframhaldandi þátttöku í úrslitakeppninni 13. mars. Helgi skólastjóri stýrði lestrinum en í dómnefndinni sátu þau Guðni Ágústsson fv. landbúnaðarráðherra, sr. Pétur Þorsteinsson og Marta Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri. Allir krakkarnir komu vel undirbúnir til leiks og því var dómnefndinni nokkur vandi á höndum að skera úr um vinningshafa dagsins. Eftir að Pétur og Guðni Ágústsson höfðu ávarpað nemendur þá gerði Marta viðstöddum kunngjört um að þau Hafdís Eyja 7-GH, Þorgeir Sölvi 7-IK og Valdís María 7-GH hlytu verðlaunasætin þrjú. Á meðan að beðið var eftir niðurstöðum dómnefndar var öllum nemendum Rimaskóla boðið upp á glæsilegt söngatriði. Aron Hannes útskriftarnemandi frá Rimaskóla 2013 mætti í gamla skólann sinn með sitt þrusugóða söngvakeppnislag „Nótt“. Aron Hannes glansaði með Nótt í úrslit í sjónvarpinu sl. laugardagskvöld og átti salinn ekki síðri í Rimaskóla. Mikill fögnuður og endalausar eiginhandaráritanir biðu hans að loknum flutningi. (HÁ)

Prenta | Netfang