Laugardagur 21. október 2017

myndir1-1

postur1-1

Mentor

outlook1-1

Fréttir frá 7. bekk

Rimaskólastúlkur Íslandsmeistarar 7. árið í röð

Íslandsmót grunnskólasveita í stúlknaflokki fór fram í Rimaskóla sl. laugardag og voru tæplega 100 stúlkur mættar til leiks. Rimaskóli sendi tvær 4 manna sveitir til leiks og voru stúlkurnar á aldrinum 6 - 16 ára.  A- sveit Rimaskóla varð Íslandsmeistari eftir afar spennandi keppni um efsta sætið við stelpurnar í Salaskóla. Fyrir síðustu umferðina leiddu Kópavogsstúlkur með 11,5 vinninga en Rimaskóli í 2. sæti með 8 vinninga. Þarna höfðu Salaskólastúlkur lokið sínum skákum en möguleikar Rimaskólastúlkna voru að vinna allar síðustu skákirnar í lokaumferð. Af mikilli ákveðni og festu tókst það. Þær Nansý, Embla Sólrún, Valgerður og Sara Sólveig unnu sínar skákir og Íslandsmeistaratitillinn þeirra, hálfum vinningi fyrir ofan næsta skóla. Þetta er 7. árið í röð sem Rimaskóli vinnur Íslandsmót stúlkna og framhaldið er bjart því efnilegar skákstelpur er að finna í 1. - 7. bekk. Á eftir Rimaskóla og Salaskóla voru það Foldaskólastúlkur sem lentu 3. sætinu.

Prenta | Netfang