Mánudagur 25. september 2017

myndir1-1

postur1-1

Mentor

outlook1-1

Fréttir frá 8. bekk

Ingunn sigurvegari í nafnasamkeppni Vigdísarstofnunar

Ingunn Björnsdóttir nemandi í 8-ILK var ein þeirra sem áttu vinningstillöguna á húsi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum sem hlaut nafnið "Veröld – hús Vigdísar". Efnt var til samkeppni um heiti á húsið og bárust alls 800 tillögur í keppnina. Ingunn var langyngst verðlaunahafa en tillaga hennar var "Hús Vigdísar". Nafnið var kynnt við athöfn í hátíðarsal Háskóla Íslands. (HÁ)

Prenta | Netfang

Léttleikinn í fyrirrúmi á föstudagsfjöri 7-EGG

Á dagskrá 7-EGG á föstudagsfjöri voru mörg stutt en skemmtileg atriði á dagskránni. Þeir sem voru kynntir bestu dansarar bekkjarins voru tveir strákar sem sneru dansinum upp í skemmtilegt grín sem áhorfendur kunnu vel að meta og hlógu dátt. Stelpurnar sýndu líka dansatriði við lagið Celebration og stóðu sig að sjálfsögðu ekkert síður. Bekkurinn er nýkominn heim frá afar velheppnuðum skólabúðum að Reykjum og fengu áhorfendur að sjá myndband frá dvölinni fyrir norðan. Þær Guðrún Lilja, Ingibjörg Ragna og Katrín Ósk léku tríó fyrir flautu, fiðlu og píanó „La Cumparsita“. Þessar hæfileikaríku stelpur eru komnar langt í tónlistarnáminu og flutningur þeirra var frábær. Eins og segir, enn eitt velheppnaða föstudagsfjörið í vetur og tilhlökkun að upplifa mörg föstudagsfjör á nýju skólaári. (HÁ)

Prenta | Netfang

Skólabúðastemmning á föstudagsfjöri 7-EBR

Áhorfendur á föstudagsfjöri 7-EBR fengu að kynnast þeirri góðu skemmtun og stemmningu sem krakkarnir hennar Erlu Báru upplifðu í skólabúðunum á Reykjum í síðustu viku. Skemmtiatriðin voru í sönnum skólabúðaanda þar sem myndband, leikir og söngur voru á dagskrá. Nemendurnir sýndu líka dans og buðu upp á spurningakeppni þar sem rjómi í andlitið var refsingin fyrir hvert rangt svar. Krakkarnir í 7-EBR kunna ýmislegt fyrir sér í myndbandsgerð og var sýning þeirra á FM-Skalli fyndin og velleikin hjá þeim. Létt og skemmtileg atriði á föstudagsfjörinu sem 7-EBR getur verið stoltur af. (HÁ)

Prenta | Netfang

Ingibjörg Ragna og Katrín Ósk í 7-EGG komu, LÁSU og sigruðu í Stóru upplestrarkeppninni

Úrslit í Stóru upplestrarkeppninni í Grafarvogi fóru fram í Grafarvogskirkju og var frammistaða allra fjórtán keppendanna þeim til mikils sóma. Fulltrúar Rimaskóla voru þær Ingibjörg Ragna Pálmadóttir og Katrín Ósk Arnarsdóttir sem sigruðu í Rimaskólakeppninni viku fyrr. Þær stöllur stóðu sig frábærlega og lentu í 1. og 2. sæti þegar úrslit keppninnar voru kynnt. Ekki í fyrsta sinn sem nemendur skólans vinna til verðlauna í þessari mögnuðu keppni en frammistaðan gerist ekki betri en að þessu sinni. Það var Marta Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri sem þjálfaði stúlkurnar síðustu dagana fyrir keppnina og greinilegt að þær Ingibjörg Ragna og Katrín Ósk fóru vel að fyrirmælum hennar. Með sigrinum hlutu þær bekkjarsystur glæsileg verðlaun, Katrín Ósk 20.000 kr fyrir 1. sætið og Ingibjörg Ragna 15.000 kr fyrir annað sætið. Rimaskóli óskar þeim og fjölskyldum þeirra til hamingju með sigurinn. (HÁ)

Prenta | Netfang