Nemendur í 9-ER í áfanganum Leið þín um lífið ákváðu að vinna lokaverkefnið sitt á dagdeild fyrir eldri borgara á hjúkrunarheimilinu Eir. Verkefnið snerist um að láta gott af sér leiða í hverfinu. Nemendurnir fengu kynningu um starfsemi deildarinnar hjá Júlíu iðjuþjálfa. Þeir spiluðu minigolf, fóru í spurninga- og málsháttaleiki með vistmönnum. Fólkið var mjög jákvætt og ánægt með heimsókn unglinganna. Nemendurnir frá Rimaskóla unnu verkefni sitt með áhuga og jákvæðni. (AKJ)