Náms- og starfsráðgjafi Rimaskóla er Sigrún Garcia Thorarensen.

Viðtalstími er eftir samkomulagi. Hægt er að hringja og panta tíma í síma 411 7720 eða senda tölvupóst.

Námsráðgjafi er málsvari nemenda og trúnaðarmaður. Hann aðstoðar nemendur við að leita lausna á þeim málum sem upp koma. Námsráðgjafi stendur vörð um hagsmuni nemenda og veitir þeim ráðgjöf.

Starfssvið náms- og starfsráðgjafa í grunnskóla er m.a. að:

  • Stuðla að því að öllum nemendum líði sem best í skólanum og þeir nái sem bestum námsárangri
  • Aðstoða nemendur við að tileinka sér árangursríkar námsvenjur og námsaðferðir
  • Aðstoða nemendur við persónuleg vandamál sem raska námi þeirra og valda þeim vanlíðan
  • Stuðla að félagslegum þroska og samstarfshæfni nemenda
  • Aðstoða nemendur við að þróa með sér jákvæða sjálfsmynd, sjálfsskilning, sjálfstæði og færni við lausn vandamála og ákvarðanatöku
  • Samráð og samstarf við foreldra
  • Veita nemendum og foreldrum greiðan aðgang að upplýsingum um námsleiðir að loknum grunnskóla auk þess að undirbúa þá fyrir framhaldsskólann
  • Aðstoða nemendur við að átta sig á áhugasviðum sínum og hæfileikum