Frétt á Mbl.is

„Það er eng­inn stór­storm­ur við skól­ann og flest börn­in eru mætt,“ seg­ir Helgi Árna­son, skóla­stjóri Rima­skóla í Grafar­vogi í Reykja­vík. Í gær­kvöldi sendi hann for­eldr­um barna í 1.-5. bekk skila­boð þar sem þeir voru hvatt­ir til að fylgja börn­um sín­um í skól­ann. „Mér sýn­ist að for­eldr­ar séu al­mennt að gera það og passa vel upp á að börn­in þeirra skili sér al­veg inn fyr­ir þrösk­uld­inn í skól­an­um.“

Hann seg­ir að svo virðist sem flest­ir nem­end­ur séu mætt­ir í skól­ann.

Hann seg­ir að ekki hafi reynst þörf á því að láta börn­in vera heima vegna veðurs. „Það er rok hér á milli húsa í hverf­inu en við sjálf­an skól­ann er þokka­lega skjól­samt, eng­inn stór­storm­ur,“ seg­ir Helgi.

„Ég stend hérna í úti­dyr­un­um og er til­bú­inn að grípa ef á þarf að halda en þess hef­ur ekki þurft,“ seg­ir Helgi á létt­um nót­um.

935023