Skip to content

Velkomin á heimasíðu Rimaskóla

Nýjar fréttir

Skreytingadagur í Rimaskóla

Í dag var Rimaskóli skreyttur hátt og lágt. Nemendur klæddust rauðu eða jólalegum klæðnaði, mættu með sparinesti og áttu skemmtilegan dag með starfsfólki skólans.  Hér má sjá…

Nánar

Menntastefna til 2030

Iconar-86
Rimaskoli_stor-1238-800-600-80

Velkomin á heimasíðu

Rimaskóla

Rimaskóli er grunnskóli þar sem grundvöllur starfsins er fræðsla og uppeldi sem byggir á Aðalnámskrá grunnskóla 2011 og þeirri stefnu sem mörkuð er af fræðsluyfirvöldum Reykjavíkur. Helsti áhersluþáttur í skólastarfinu er að nemendur, kennarar og annað starfsfólk nái hámarksárangri. Í starfi Rimaskóla er nemandinn í öndvegi. Samskipti eiga að grundvallast á gagnkvæmri virðingu, kurteisi og tillitssemi, sem er forsenda þess að hverjum og einum líði vel.

Kynning á skólastarfi

Lengi býr að fyrstu gerð

Rimaskóli starfar undir kjörorðunum regla - metnaður – sköpun. Grundvöllur starfsins er fræðsla og uppeldi. Á öllum sviðum skólastarfsins skal áhersla nemenda, kennara og annars starfsfólks vera á uppbyggilegan og góðan starfsanda. Með hlýlegu viðmóti og jákvæðu andrúmslofti er best tryggð vellíðan og metnaðarfullur árangur hvers og eins.

Video embed code not specified.

Matseðill vikunnar

23 Mán
  • Fiskur í raspi með kartöflum og koktelsósu, salat. Vatn

24 Þri
  • Pasta með ostasósu, hvítlauksbrauð. Vatn

25 Mið
  • Grænmetislasagna með kartöflumús, salat. Vatn

26 Fim
  • Fiskitvenna með kartöflum, salat. Vatn

27 Fös
  • Hamborgari með frönskum og sósu, salat. Vatn

Skóla dagatal

Enginn viðburður er á dagskrá.