Velkomin á heimasíðu Rimaskóla

Rimaskoli_stor-1238-800-600-80

Velkomin á heimasíðu

Rimaskóla

Rimaskóli er grunnskóli þar sem grundvöllur starfsins er fræðsla og uppeldi sem byggir á Aðalnámskrá grunnskóla 2011 og þeirri stefnu sem mörkuð er af fræðsluyfirvöldum Reykjavíkur. Helsti áhersluþáttur í skólastarfinu er að nemendur, kennarar og annað starfsfólk nái hámarksárangri. Í starfi Rimaskóla er nemandinn í öndvegi. Samskipti eiga að grundvallast á gagnkvæmri virðingu, kurteisi og tillitssemi, sem er forsenda þess að hverjum og einum líði vel.

Nýjar fréttir

2. bekkur heimsótti kirkjuna og köttinn

Nemendur og kennarar 2. bekkjar þáðu boð Hallgrímskirkju um heimsókn á aðventu. Í kirkjunni stendur yfir sýningin „Jólin hans Hallgríms litla“ þar sem gömlu jólunum eru gerð…

Nánar

Kynning á skólastarfi

Lengi býr að fyrstu gerð

Rimaskóli starfar undir kjörorðunum regla - metnaður – sköpun. Grundvöllur starfsins er fræðsla og uppeldi. Á öllum sviðum skólastarfsins skal áhersla nemenda, kennara og annars starfsfólks vera á uppbyggilegan og góðan starfsanda. Með hlýlegu viðmóti og jákvæðu andrúmslofti er best tryggð vellíðan og metnaðarfullur árangur hvers og eins.

Matseðill vikunnar

10 Mán
 • Ítalskur fiskréttur, Hýðishrísgrjón og salat

11 Þri
 • Skólahakkbollur með brúnni sósu og kartöflum

12 Mið
 • Vanilluskyr með jarðaberjasósu

13 Fim
 • Heimalagaður plokkfiskur og rúgbrauð

14 Fös
 • Hangikjöt af læri með uppstúf, sem stúfur kom með í gær, Kartöflur og grænar baunir

Skóla dagatal

12 des 2018
 • Samsöngur jólalaga í 1. – 7. bekk verður á sal skólans miðvikudaginn 12. desember frá kl. 10:15 við undirleik Rakelar Maríu Axelsdóttur tónmenntakennara

  Samsöngur jólalaga í 1. – 7. bekk verður á sal skólans miðvikudaginn 12. desember frá kl. 10:15 við undirleik Rakelar Maríu Axelsdóttur tónmenntakennara
14 des 2018
 • Heimsóknir nemenda og starfsfólks í Grafarvogskirkju. Jólastundin okkar: Kl. 9 - 10 fara 2. bekkur 4. bekkur og 6. bekkur. Kl. 10 - 11 fara 1.3.5. og 7.bekkur.

  Heimsóknir nemenda og starfsfólks í Grafarvogskirkju. Jólastundin okkar: Kl. 9 - 10 fara 2. bekkur 4. bekkur og 6. bekkur. Kl. 10 - 11 fara 1.3.5. og 7.bekkur.

  Prestur Grafarvogskirkju tekur á móti börnunum og kveikir á aðventukertum með aðstoð nemenda. Sungnir jólasálmar og jólalög við undirleik Rakelar Maríu tónmenntakennara. Nemendur skólans lesa, syngja og leika á hljóðfæri. Þeir foreldrar sem hafa tök á að vera með okkur í kirkjunni eru velkomnir. Nemendum er ekið til og frá kirkju.

20 des 2018
 • Jólaskemmtun 5. - 7.bekkur

  Jólaskemmtun 5. - 7.bekkur

  Á jólaskemmtun 5. - 7. bekkjar sýna nemendur 4. bekkjar helgileik og nemendur 7. bekkjar sýna jólaleikrit. Nemendur mæti 10 mínútum fyrir jólaskemmtun / stofujól við bekkjarstofu.