Fimmtudagur 27. júlí 2017

myndir1-1

postur1-1

Mentor

outlook1-1

Sumarlestur - 1.- 4. bekkur

Allir nemendur í 1. - 4.  bekk ætla að vera duglegir í sumar og lesa góðar bækur í sólskininu.
Sumarlestursmiðarnir eru hér  
Góða skemmtun við lesturinn !
Kennarar á yngsta stigi

Prenta | Netfang

Leikhús ævintýranna í grenndarskógi Rimaskóla

Nemendur 6. bekkjar Rimaskóla sýndu snilldartakta í leiklist þegar þeir settu upp leiksýningu á ævintýrum H.C. Andersen í grenndarskógi skólans. Skógurinn okkar er í landi Brekku innst í Grafarvogi. Leikritið nefnist Klaufar og kóngsdætur, þrjú bestu ævintýri danska ævintýraskáldsins; Eldfærin, Svínahirðirinn og Hans klaufi. Leikhúsið í skóginum er mikill ævintýraheimur þar sem rjóðrin reynast hentug og rúmgóð leiksvið. Skrautlegir búningar og myndræn sviðsmynd setur sterkan svip á verkið og nemendur skólans kunnu vel að meta þegar þeim er boðið í skóginn. Sýningarnar tvær tókust mjög vel þrátt fyrir að vindurinn léki hátt á greinar trjánna að þessu sinni. Þetta er áttunda árið í röð sem að nemendur 6. bekkjar setja upp leiksýningu í skóginum að vori og er þetta því orðin ómissandi hefð í lok skólaárs. Leikstjóri að þessu sinni var Agnar Jón Egilsson leikhússtjóri Leynileikhússins með dyggri aðstoð Jónínu Margrétar búningahönnuðar, Halla smíðakennara og leiksviðsmeistara og umsjónarkennaranna Eyglóar og Írisar. Mikill leiksigur allra þeirra sem komu að sýningunni. (HÁ)

Prenta | Netfang

Hafsteinn hlaut nemendaverðlaun SFS 2017

Nemendaverðlaun Skóla-og frístundasviðs Reykjavíkur 2017 voru afhent við hátíðlega athöfn í Laugalækjarskóla 29. maí. Markmið nemendaverðlaunanna er að hvetja nemendur til að leggja sig enn betur fram í námi, félagsstarfi eða í skapandi starfi. Hver grunnskóli tilnefnir einn nemanda til þessara verðlauna og að þessu sinni var það Hafsteinn Zimsen í 10-IG sem tók við verðlaununum úr hendi Skúla Helgasonar formanns SFS. Hafsteinn er vel að verðlaununum kominn því hann er samviskusamur, vandvirkur og kurteis í alla staði. „ Öll þau verkefni sem hann leysir af hendi innan og utan skóla eru vel af hendi leyst. Hann er mikill fyrirmyndarnemandi og vel liðinn af bekkjarfélögum, hlustar á röksemdir og hefur auk þess alltaf eitthvað gott til málanna að leggja“ segir m.a. í umsögn skólastjóra og umsjónarkennara 10. bekkjar. Rimaskóli óskar Hafsteini til hamingju með glæsileg verðlaun. (HÁ)

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...