Skip to content

Nemendur hittust í hátíðarsal á „Degi gegn einelti“

Allir nemendur Rimaskóla í 1. – 7. bekk komu saman í hátíðarsal skólans á Degi gegn einelti. Skólastjórnendur ræddu við þá um vináttuna og virðinguna sem hverjum og einum nemanda bæri að sýna og njóta í stóra skólanum okkar. Til vitnis um vináttuna héldust nemendur í hendur og sungu Skólasöng Rimaskóla við undirleik Rakelar Maríu tónmenntakennara. Skólinn er svo heppinn að eiga fallegan texta og lag sem kennarar skólans sömdu fyrir 15 árum og frumfluttur var sem skólasöngur á 10 ára afmælishátíð vorið 2003. (HÁ)