2. bekkur heimsótti kirkjuna og köttinn

Nemendur og kennarar 2. bekkjar þáðu boð Hallgrímskirkju um heimsókn á aðventu. Í kirkjunni stendur yfir sýningin „Jólin hans Hallgríms litla“ þar sem gömlu jólunum eru gerð góð skil eins og þau voru þegar Hallgrímur Pétursson sámaskáld var lítill strákur á 17. öld. Krakkarnir hlustuðu vel á frásagnir og virtu fyrir sér gömul leikföng og húsbúnað. Þau fengu síðan aðstöðu til að borða nestið sitt. Frá Hallgrímskirkju lá leiðin niður Skólavörðustig og Bankastræti niður á Lækjartorg þar sem upplýstur jólaköttur tók á móti þeim. Loks var tekinn strætó heim í Rimaskóla. Allir þátttakendur stóðu sig mjög vel í ferðinni og höfðu gaman af þessari bæjarferð. (HÁ/EHE)