Skip to content

Stundin okkar í Grafarvogskirkju

Líkt og undanfarin ár þá áttu nemendur í 1. – 7. bekk notalega stund í Grafarvogskirkju á aðventu. Rúmlega 400 nemendur og starfsmenn skólans heimsóttu hverfiskirkjuna og hlýddu á nemendur flytja jólaguðspjallið, leika á hljóðfæri og syngja falleg jólalög.  Inn á milli atriða söng allur hópurinn uppáhalds jólalögin okkar í Rimaskóla sem eru meðal annars íslensku lögin Jólabros í jólaös og Jólin alls staðar. Rakel María tónmenntakennari og tónlistarstjóri skólans lék á flygilinn undir hópsönginn. Sr Sigurður Helgi kveikti á aðventuljósum með aðstoð nemenda. Sr. Sigurður sagði krökkunum frá því hvenær og af hverju jólasálmurinn Heims um ból var fluttur í fyrsta sinn fyrir nákvæmlega 200 árum. Nemendur Rimaskóla eiga mikið hrós skilið fyrir fyrirmyndar hegðun og þátttöku í þessari jólastund. Baldvin Þór formaður Foreldrafélags Rimaskóla var mættur með okkur í kirkjuna og tók meðfylgjandi myndir. (HÁ)

Kirkjuheimsókn
Kirkjuheimsókn