„Jólasveinaklípa“ leyst á jólaskemmtunum Rimaskóla

Það var mikil gleði og ánægja meðal nemenda og starfsmanna Rimaskóla á jólaskemmtunum Rimaskóla 2018. Nemendur 4. bekkjar sáu að vanda um flutning helgileiks og fórst þeim það afar vel úr hendi með söng og fráögn. Nemendur 7. bekkjar léku á alls oddi í orðsins fyllstu merkingu þegar þau léku jólaleikritið „Jólasveinaklípan“ sem þau sömdu sjálf með aðstoð leikstjóra Írisar Stefaníu Skúladóttur. Rauði kók-jólasveinninn var langt kominn með að yfirtaka íslenska jólasveinamarkaðinn og hrekja þá gömlu íslensku á burt. En sá rauði var þó í miklum vandræðum því rússneska mafían var með hann „í vasanum“. Það voru svo gömlu íslensku jólasveinarnir sem komu þeim rauða til hjálpar og allt endaði vel. Nemendur í 1. – 4. bekk dönsuðu í kringum jólatré á jólaskemmtuninni og í öllum bekkjum voru haldin hugguleg stofujól. (HÁ)