„Gaman var að horfa og hlusta á krakka slíka“ á föstudagsfjöri 2. bekkjar

„Ljúft og gott og gaman er að kljást með þessum krökkum,
knús til ykkar sendir Fálka- og Ugluhópurinn.
Við glöddumst ykkar komu og kærlega við þökkum,
krakkarnir í Rimaskóla, annar bekkurinn“.

Þannig hljómaði síðasta erindið í snilldarbrag Fálka-og ugluhóps 2. bekkjar á frábæru föstudagsfjöri. Söngur, spil, grín og dans var í boði á fjölbreyttri dagskrá. Dagskráin hófst á „alvöru“ myndbandi af nemendum 2. bekkjar í miklu fjöri og stuði á skólalóðinni, íþróttahúsinu og á göngum skólans. Nokkrir bekkjarfélagar sögðu brandara sem tóku á hláturtaugarnar. Allur hópurinn skundaði upp á svið og dansaði eftir stuðlaginu YMCA. Inn á milli atriða spiluðu nokkrir nemendur fallega á hljóðfæri, píanó, gítar og fiðlu. Í lokin sungu 2. bekkingar áðurnefndan bekkjarbrag sem áður var nefndur Það var mamma hennar Elsu Hlínar umsjónarkennara sem orti 6 vísna brag um bekkinn þar sem flestir eru bara ótrúlegir „snillar“. Einlægni og vinátta skein úr hverri ljóðlínu þar sem hvert og eitt nafn þeirra kom fyrir ítextanum, undantekningarlaust með jákvæðum formerkjum. Heillandi flutningur, meðal heillandi nemenda. Sneisafullur salur áhorfenda skemmti sér afar vel og foreldrastoltið leyndi sér ekki. (HÁ)