Skip to content

Margir góðir upplesarar í 7 – GH og 7 – HSV

Sextán góðir upplesarar, nemendur í 7-GH og 7- HSV, kepptu í Stóru upplestrarkeppninni í Rimaskóla um sæti í úrslitakeppni hverfisins, í Grafarvogskirkju mánudaginn 11. mars. Krakkarnir komu allir vel undirbúnir og lásu eitt sögubrot og ljóð. Eftir lesturinn var það verk þriggja manna dómnefndar að skera úr um hvaða keppendur fengju verðlaun og kæmust áfram í úrslitakeppnina. Í dómnefndinni voru þau Marta aðstoðarskólastjóri, Sr. Pétur Þorsteinsson og Dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur. Dómnefndin komst að þeirri niðurstöðu að verðlauna bæri þær Evu Sóleyju Kristjánsdóttur, Dagnýju Ósk Stefánsdóttur, og Sigríði Steingrímsdóttur. Allir þátttakendurnir gátu verið stoltir af frammistöðu sinni. Eins voru áheyrendur alveg til fyrirmyndar, nemendur í 6. og 7. bekk. Helgi skólastjóri stjórnaði keppninni og umsjónarkennarar þessara flottu nemenda eru þær Guðrún Hjartardóttir og Helga Sveinsdóttir. (HÁ)