Skip to content

Lokaverkefni 5-bekkjar í leið þinni um lífið

Nemendur 5-bekkja komu með þá góðu hugmynd að gleðja 1. bekk með því að sýna þeim leikrit. Þeir bjuggu til áhugavert leikrit þar sem tröll, hundur, kennari, prestur og fleiri spennandi persónur sýndu mikilvægi gleði, vináttu, friðar og þess að fólk komi fram við aðra eins og það vill sjálft láta koma fram við sig. Leikarar í 5. bekk stóðu sig mjög vel og sýndu leikritið af mikilli einlægni og gleði. Eins og sjá má á myndunum þá skemmti 1. bekkur sér mjög vel á þessari vel heppnuðu sýningu hjá 5. bekk. (AKJ)