Skip to content

Sterkar skákstúlkur á yngsta stigi

Íslandsmót grunnskólasveita, 1. – 3. bekkur fór fram 22. febrúar. Metþátttaka, alls 41 skáksveit, um 170 krakkar. Rimaskóli sendi tvær skáksveitir í keppnina. Það vakti mikla athygli á mótinu að A sveit Rimaskóla var eingöngu skipuð stúlkum og það ekkert venjulega sterkum skákstelpum. A sveitin endaði í 3. – 4. sæti mótsins og reyndist einnig langsterkasta stúlknasveitin. B sveitin lenti í 9. sæti. Í B sveitinni voru fjórar stúlkur og einn drengur. Rimaskóli er búinn að margsanna það að skákin á ekki síður við stúlkur en drengi þegar áhugi og árangur eru annars vegar. A sveit Rimaskóla skipuðu þær Emilía Embla 1. bekk, Nikola og Svandís María í 3. bekk og Hrafndís Karen í 2. bekk. Liðsstjóri þeirra var Eyþór Daði stuðningsfulltrúi skólans. (HÁ)