Skip to content

Líflegur skóli á öskudegi

Að venju var haldið upp á öskudaginn í Rimaskóla með skemmtilegum skólaverkefnum og stuðdansleik í sal skólans. Krakkarnir komu nær undantekningarlaust í skemmtilegum grímubúningum eða furðufötum. í stofunum voru allskyns borðspil tekin fram og krakkarnir á miðstigi máluðu á skrautlegar handtöskur. Eyrún Ragnarsdóttir danskennari stjórnaði dansinum í salnum og fékk alla krakkana með sér í dansinn. Engin lognmolla þar heldur brjálað stuð. Deginum lauk með hamborgaraveislu sem skólinn bauð öllum nemendum og starfsmönnum upp á endurgjaldslaust. Um hádegisbil var skóladeginum lokið og nemendur skólans þustu út um borg og bí að sníkja sér nammi og þakka fyrir sig með nokkrum velvöldum lögum. (HÁ)