Skip to content

Fallegur lestur og frábær frammistaða í úrslitum Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru – upplestrarkeppninnar í Grafarvogi fór fram í Grafarvogskirkju og lásu 14 nemendur úr grunnskólum Grafarvogs og Klébergs til úrslita. Þær Dagný Ósk Stefánsdóttir og Sigríður Steingrímsdóttir úr 7. bekk voru fulltrúar Rimaskóla á lokahátíðinni. Þær komu mjög vel undirbúnar til leiks og lásu skýrt og fallega eftir því. Allir þátttakendur fengu viðurkenningu frá Félagi íslenskra bókaútgefenda og þrír efstu lesararnir unnu til peningaverðlauna. Sigríður eða Sigga eins og hún er alltaf kölluð hreppti annað sætið í upplestrarkeppninni og var vel að þeim verðlaunum komin. Marta aðstoðarskólastjóri hélt utan um æfingar okkar fulltrúa í keppninni eins og venjulega og gaf stúlkunum góð ráð sem dugðu. (HÁ)