Skip to content

„Hress við stöndum á sviðinu – Húrra, húrra“

Þannig hljómaðu línur í baráttusöng 6-MMR sem bekkurinn flutti af krafti á skemmtilegu föstudagsfjöri. Lagið var það sama og kallarnir í Mottu – mars syngja í auglýsingum og fer ekki framhjá neinni manneskju. Krakkarnir hans Mikaels Marinós eru til í að skemmta sjálfum sér jafnt sem öðrum og það mátti gjörla sjá á bráðskemmtilegu myndbandi sem bekkurinn frumsýndi við þetta tækifæri.  Míra Theódóra er efnilegur píanóleikari og spilaði meistaralega á flygilinn áheyrilegt tónverk. Garðar og Emilía sungu fyrir áhorfendur sem tóku vel undir með taktföstu lófataki. Foreldrar og aðrir ættingjar fjölmenntu á föstudagsfjörið að venju, tóku með sér trakteringar sem þeir gæddu sér á ásamt bekknum í lok dagskrár. Takk fyrir skemmtunina 6-MMR. (HÁ)