Skip to content

Áhugaverð stærðfræðikeppni – Pangea 2019

Úrslitakeppni í Pangea 2019 fór fram í Menntaskólanum við Hamrahlíð laugardaginn 22. mars. Pangea er alþjóðleg stærðfræðikeppni, ætluð nemendum í 8. – 10. bekk. Félagið Horizon stendur að keppninni. Fyrir úrslitakeppnina fór fram 1. umferð í janúar og 2. umferð í febrúar. Hildur Vala Ingvarsdóttir nemandi í 8. bekk Rimaskóla var meðal þeirra sem komust í úrslitakeppnina í MH og fékk hún að launum viðurkenningarskjal fyrir frábæra frammistöðu. (HÁ)