Skip to content

Gríðarleg keppni í undankeppni Skólahreysti

Rimaskóli sendi mjög gott lið 9. og 10. bekkinga í undankeppni Skólahreysti fyrir skömmu. Gríðarleg keppni var í riðlinum og liðið okkar sem hafði æft sig að kappi fyrir keppnina fékk mjög góðan stuðning en komst því miður ekki áfram. Í liði Rimaskóla voru: Valdís María Sigurðardóttir, Guðmundur Óli Vilbergsson,Hákon Garðarsson, Diljá Ögn Lárusdóttir, Elva Katrín Kristgeirsdóttir, Ísabella Lív Arnarsdóttir og Andri Dagur Árnason, öll hreystin uppmáluð, ótrúlega dugleg og flott íþróttafólk.(JÓ)