Skip to content

Óðinshanar í 4. bekk heimsækja Rauða krossinn

Óðinshanar ákváðu að láta gott af sér leiða með því að gefa föt í fatasöfnun Rauða krossins. Verkefnið var jafnframt lokaverkefni í áfanganum Leið þín um lífið. Starfsmenn Rauða krossins þær Sigurbjörg og Guðlaug tóku vel á móti hópnum í húsnæði Rauða krossins. Nemendur fengu kynningu á starfsemi Rauða krossins á Íslandi og erlendis sem og örkynningu í skyndihjálp. Krökkunum var boðið að fara í leik og í lok heimsóknarinnar afhentu þeir starfsmönnunum fötin. Allir nemendurnir í hópnum stóðu sig mjög vel í heimsókninni, voru kurteisir og áhugasamir um starfsemina. Það var gaman að fara með þennan flotta hóp að heimsækja Rauða krossinn á þessum fallega, sólríka degi (AKJ).