Skip to content

Nemendur 4. bekkjar taka þátt í söfnunarátaki ABC barnahjálpar

Krakkarnir í 4. bekk eru nú að skila af sér síðustu söfnunarbaukunum eftir söfnunarátakið Börn hjálpa börnum sem ABC barnahjálp stendur fyrir í samstarfi við grunnskóla landsins. Nemendur 4. bekkjar Rimaskóla gengu í hús eða staðsettu sig við verslanir og fyrirtæki með söfnunarbauka. Þau voru tvö til þrjú saman við söfnunina og báru “buff” á höfði merkt ABC til að auðkenna sig. Fyrir afrakstur þessarar söfnunar verður hægt að fjármagna byggingar fjölmarga skóla og heimila fyrir fátæk börn í Afríku og Asíu. Söfnun nemenda Rimaskóla gekk vel að venju og bráðlega fá þau sent viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna. (HÁ)