Skip to content

Nemendur 8. bekkjar sóttu myndlistarsmiðjur Myndlistarskólans

Reykjavíkurborg hefur í samstarfi við Myndlistarskólann í Reykjavík náð samkomulagi um að bjóða nemendum í 4. og 8. bekk upp á myndlistarsmiðjur í húsnæði Myndlistarskólans við Hringbraut. Nemendur og þær Ninna og Rakel María, umsjónarkennarar 8. bekkjar Rimaskóla, þáðu boðið nú fyrr í vetur og fór hver nemandi árgangsins í tvær heimsóknir vestur í bæ. Foreldrum var í dag boðið að sjá afrakstur vinnunnar og nemendur buðu þeim í leiðinni upp á kaffi og heimatilbúnar kökur. Kökurnar bökuðu nemendur sjálfir brögðuðust þær afskaplega vel. Mikið fjölmenni var á sýningunni, foreldrar sem hrifust af myndlistarverkunum og áttu góða stund saman á fimmtudagsmorgni. (HÁ)