Skip to content

Fjörugir og flottir á sviðinu

Drengirnir í 1. bekk sáu um föstudagsfjörið og fylltu salinn af áhorfendum, nemendum í 1. – 4. bekk, elstu nemendum á leikskólanum Fífuborg og hópi foreldra og ættingja. Það virtist enginn sviðsskrekkur til staðar hjá þessum hressu strákum, öll atriðin vel æfð og flutt af gleði og einlægni. Allir skemmtu sér vel yfir atriðunum sem voru brandarar, söngur, dans og töfrar. Þetta skemmtilega föstudagsfjör endaði á því að allir nemendur í salnum sungu „Rimaskólasönginn“ saman við undirleik Rakelar Maríu tónmenntakennara. Til hamingju strákar. (HÁ)