Skip to content

Lokaverkefni 4. bekkjar spóa í Leið þín um lífið

Nemendur í 4. bekk spóum komu með margar góðar hugmyndir til að láta gott af sér leiða og gleðja félaga sína. Nemendur völdu þá hugmynd að segja 3. bekk gátur og brandara. Krakkarnir skrifuðu brandara og gátur og ekki vantaði hugmyndir hjá þessum flotta og skapandi hópi. Eftir nokkrar æfingar þá fékk 3. bekkur að heyra afraksturinn og ekki var annað að sjá en að allir skemmtu sér vel (AKJ).