Skip to content

Allir með í „Skippedí hop“ og „Draumar geta ræst“

Nemendur 4. bekkjar glöddu áhorfendur á föstudagsfjöri með fjölbreyttum og skemmtilegum atriðum. Um 30 nemendur bekkjarins sáu um fjörið að þessu sinni. Flutt voru frumsamin tónvek fyrir sílafóna af ýmsum stærðum og gerðum, mjög áhugavert. Krakkarnir í 4. bekk eru dans-og söngglaðir eins og þær Rakel María tónmenntakennari og Eyrún danskennari hafa fengið njóta með þeim í vetur. Í stórum hópi voru allir greinilega með þegar krakkarnir dönsuðu og sungu upp á sviði og gleðin skein úr hverju andliti framan í stolta foreldra sem fjölmenntu til að fylgjast með sínu fólki. Nemendur 4. bekkjar tóku þátt í opnunarhátíð Barnamenningardaga í Hörpunni í apríl og á hátíðinni var lagið „Draumar geta ræst“ frumflutt af Jóni Jónssyni og nemendum allra 4. bekkja í Reykjavík. Þetta sungu krakkarnir fyrir fullan sal áhorfenda og dönsuðu loks skemmtilega dansa sem nefnast Bananas og Skippedí hop. Í seinni dansinum var áhorfendum boðið að taka þátt og ekki að spyrja að því, allur hátíðasalurinn iðaði af dansi og allir í takt. Frábær frammistaða 4. bekkur og kennarar. (HÁ)