Skip to content

Stöðvum stríð gegn börnum

Í tilefni af 100 ára afmæli Barnaheilla 16. maí, munu börn um allan heim taka þátt í ákalli Barnaheilla um að stöðva stríð gegn börnum. 420 milljónir barna í heiminum búa á svæðum þar sem átök geisa. Dagurinn markar upphaf átaksins STÖÐVUM STRÍÐ GEGN BÖRNUM (STOP THE WAR ON CHILDREN). Nemendur Rimaskóla voru valdir til þess að taka þátt í ákallinu hér á landi með táknrænum viðburði. Allir nemendur skólans söfnuðust saman fyrir utan skólann, réttu fram höndina og sýndu stoppmerkið sem tákn um ákall um að stöðva stríð gegn börnum.