Skip to content

Lokaverkefni 4. bekkjar lóa í Leið þín um lífið

Nemendur í 4. bekk lóur komu með þá góðu hugmynd að teikna og lita myndir til að gefa og gleðja þannig eldri borgara á elliheimilinu Eir í Borgum. Bæði starfsmenn og gestir á Eir tóku á móti börnunum með miklum hlýhug og þakklæti. Allir kynntu sig og sögðu aðeins frá sjálfum sér og krakkarnir sögðu frá myndunum sínum. Í lok heimsóknarinnar sungu allir saman fallega lagið Lóan er komin. Myndir barnanna verða til sýnis á myndlistasýningu á Eir í maí og júní og eftir það fær hver gestur á Eir eina mynd sér til eignar. Það voru allir ánægðir og glaðir með heimsóknina á Eir (AKJ).