Skip to content

Lokaverkefni 7-GH í Leið þinni um lífið

Nemendur í 7-GH ákváðu að láta gott af sér leiða með því að leika við börnin á leikskólanum Lyngheimum. Nemendur byrjuðu á að skipta sér niður á deildir og kynna sig fyrir krökkunum. Þeir fengu að aðstoða börnin við að klæða þau í útiföt og fóru að því loknu með þeim í útiveru. Nemendur í 7-GH voru virkir, jákvæðir og léku við leikskólabörnin sem hlógu mikið og skemmtu sér vel með það sem þessir flotti hópur hafði upp á að bjóða.