Skip to content

Lokaverkefni 7-HSV í Leið þín um lífið

Nemendur í 7-HVS ákváðu að láta gott af sér leiða með því að heimsækja leikskólann Fífuborg og leika við leikskólabörnin. Börnunum var boðið upp á að fara í feluleik, hringleiki, boltaleik og leik með sápukúlum. Litlu börnin skemmtu sér mjög vel með það sem þessi flotti hópur hafði upp á að bjóða. Ekki var annað að sjá en að nemendur í 7-HSV skemmtu sér líka vel í leiknum og aldrei að vita nema að það leynist framtíða leikskólastarfsmaður í hópnum! (AKJ)