Skip to content

Stelpur og tækni

Stelpurnar í 9. bekk tóku þátt í Stelpur og tækni deginum sem haldinn er árlega. Farið var í heimsókn í Reiknistofu Bankanna þar sem fyrirtækið var kynnt og stelpurnar fóru í hönnunarkeppni. Því næst var farið í Háskólann í Reykjavík þar sem boðið var upp á hádegisverð og fóru stelpurnar svo í málstofur um vöðvavirkni og tölvuleikjagerð. Frábær dagur og stelpurnar alveg til fyrirmyndar.(SGT)