Skip to content

Hákon tilnefndur til hvatningarverðlauna SFS 2019

Hákon Garðarsson nemandi í 10 – GB tók við nemendaverðlaunum Skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Háteigsskóla í dag. Hákon var tilnefndur af umsjónarkennurum 10. bekkjar og Helga skólastjóra. Í umsögn með verðlaununum kom fram eftirfarandi: „Hákon hefur reynst fyrirmyndarnemandi í Rimaskóla alla sína grunnskólatíð. Hákon er góður og traustur félagi og alltaf til staðar þegar á reynir. Þannig hoppaði hann inn í skólahreystiliðið á síðasta degi eins og ekkert væri sjálfsagðara og undantekningarlaust verið valinn í lið Rimaskóla þegar keppt er í íþróttum og skák. Fyrir tveimur árum var hann í hópi skólafálaga sinna sem unnu til 1. verðlauna í stuttmyndakeppni grunnskólanna. Síðast en ekki síst ber að geta þess að Hákon er góður og samviskusamur námsmaður.“ Á myndinni samgleðst Helgi skólastjóri með Hákoni við verðlaunaathöfnina. (HÁ)