Skip to content

Endurvinnsla skapar listaverk – 10. bekkur

Stór hópur nemenda úr 10.bekk var hjá Jónínu myndlistarkennara á vísindadag og unnu myndverk úr Andrés önd blöðum og syrpum sem var búið að afskrifa af bókasafninu. Úr þessum blöðum varð til endurunnið listaverk úr blöðum sem voru jafnvel eldri en nemendurnir sem bjuggu það til enda áttu sumir erfitt með að rífa í sundur blöðin. Listaverk sem lifir!