Skip to content

Flott frammistaða á alþjóðlega helgarskákmótinu Hasselbacken Open 2019

Þremur af sterkustu skákmeisturum Rimaskóla var boðið að tefla á Hasselbacken Open 2019 alþjóðlegu helgarskákmóti sem haldið er árlega á sögufrægu hóteli í Stokkhólmi. Þeir Anton Breki, Arnór og Joshua bekkjarbræður í 9-RMA tefldu í flokki undir 1600 stigum ásamt rúmlega 80 öðrum keppendum á öllum aldri. Í sama flokki tefldu 11 drengir frá Skákdeild Breiðabliks. Árangur Rimaskólastráka var mjög góður því þeir hlutu samtals 16 vinninga af 24 mögulegum. eða 66,6 % vinninga. Þeir Joshua og Arnór unnu til peningaverðlauna og Anton Breki hækkaði mest á alþjóðlegum skákstigum. Strákarnir þrír voru í boði Skákdeildar Fjölnis og var þetta þriðja árið í röð sem þeim gefst þetta áhugaverða tækifæri. Anton Breki, Arnór og Joshua eru allir í A sveit Rimaskóla sem lenti í 2. sæti á Íslandsmóti grunnskóla sl. vor. Markmiðið er að gera enn betur á þessu skólaári.