Skip to content

Rimaskóli í 1. og 2. sæti í öllum flokkum á Jólaskákmóti grunnskóla Reykjavíkur 2019

Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkur 2019 var haldið sunnudaginn 24. nóv. og voru 40 skáksveitir skráðar til leiks. Rimaskóli sendi flestar skáksveitir á mótinu eða sjö talsins. Teflt var í þremur aldursflokkum og var Rimaskóli í baráttunni um efstu sætin í þeim öllum. Í flokki 1. – 3. bekkjar komu, sáu og sigruðu stelpurnar í Rimaskóla, hlutu efsta sætið og hirtu um leið stúlknameistaraverðlaunin. Einstakt afrek sem aldrei hefur gerst áður að stúlknasveit verði efst allra skáksveita. Þessar hetjur eru þær Emilía Embla og Sigrún Tara í 2. bekk og Hrafndís Karen og Nanna í 3. bekk. Þær vöktu sannarlega verðskuldaða athygli. Í elsta flokki stúlkna unnu Rimaskólastúlkur líka, Embla Sólrún og Heiðrún Katla í 8, bekk, Sara Sólveig í 7. bekk og Sóley Kría í 6. bekk og stúlkurnar í  flokki 4. – 7. bekkjar urðu í 1. – 2. sæti jafnar stelpunum í Háteigsskóla en lægri á stigaútreikningi. Skáksveitir Rimaskóla í 4. – 7. bekk og 8. – 10. bekk urðu báðar í 2. sæti, hársbreidd frá sigri. „En gott silfur þykir jú gulli betra“. Af sjö skáksveitum skólans lentu fimm þeirra í verðlaunasætum og skólinn hlaut þrjá af þeim sex bikurum sem í boði voru á Jólaskákmóti grunnskóla Reykjavíkur 2019. Frábær árangur. Liðstjóri og þjálfari krakkanna eru þeir Helgi Árnason og Björn Ívar Karlsson.