Skip to content

Leiksýning með boðskap á föstudagsfjöri 4 – AGT

Nemendur Önnu Guðnýjar í 4. bekk stóðu sig afskaplega vel á föstudagsfjöri bekkjarins fyrir framan prúðam hóp nemenda og fjölmarga foreldra. Þau sýndu sögnleikinn „Grísirnir þrír og úlfurinn ógurlegi“. Grísasystkinin kvöddu mömmu sína og héldu hvert sína leið út í lífið og frelsið. Flest gekk þeim að óskum þar til þau mættu úlfinum ógurlega, Úlf Úlfsson sem ógnaði þeim og hótaði að éta þá og eyðileggja húsin þeirra. Allt endaði þó ævintýrið vel, úlfurinn bætti ráð sitt, gerðist fallegur og góður og gerðist vinur grísasystkinanna. Vel leikið og kórinn sem söng var kröftugur. Bekkurinn sýndi flottan dans í lok föstudagsfjörs, þar sem gleðin, hreyfing og fimi réð ríkjum. Skemmtilegt föstudagsfjör sem 4-AGT getur verið stoltur yfir. (HÁ)