Skip to content

Stúlknasveit í fyrsta sinn Reykjavíkurmeistarar í skák

Skákstelpurnar ungu í Rimaskóla sem skipuðu aðra af tveimur skáksveitum Rimaskóla á Reykjavíkurmóti grunnskóla, 1. – 3. bekkur, urðu Reykjavíkurmeistarar grunnskóla 2020 með glæsilegum og einstökum sigri.
Þetta er í 1. sinn sem skáksveit eingöngu skipuð stúlkum vinnur Reykjavíkurmótið í skák. Stelpurnar unnu líka Jólaskákmót grunnskóla í nóv. sl., greinilega mikil „ofursveit“ þarna á ferðinni. Þær Emilía Embla, Sigrún Tara og Emilía Sigurðardóttir í 2. bekk og Hrafndís Karen og Nanna í 3. bekk skipa þessa sterku skáksveit.

Fimm áhugasamir strákar í 1. bekk skipuðu hina skáksveitina sem Rimaskóli sendi á Reykjavíkurmótið. Þrátt fyrir að vera á sínu fyrsta skólamóti þá náðu þeir í 5. – 6. sæti af 17 skáksveitum. Greinilega bjart yfir skáklífinu í Rimaskóla sem að þeir Björn Ívar Karlsson skákkennari og Helgi Árnason liðstjóri halda utan um. Þeir Tristan Fannar, Ómar Jón, Rúrik Jökull, Dagur Nói og Kristinn Kemal eru skákmeistararnir í 1. bekk. (HÁ)