Skip to content

Fjörfaldur sigur á Reykjavíkurmóti grunnskóla í skák 2020

Fjórfaldur sigur, fullt hús, hrepptu alla verðlaunagripina – skáksnillingar Rimaskóla á Reykjavíkurmóti grunnskóla í 1. – 7. bekk. A sveit: Aron Örn, Sara Sólveig, Aðalbjörn Þór, Daníel Tal og Arnar Gauti. Stúlknasveit: Sóley Kría, María Lena, Heiðdís Diljá og Nikola Klimaszweska. Einstakur árangur sem sýnir hversu mikil breidd og áhugi er fyrir skákiþróttinni Í skólanum. Teflt var í opnum flokki og verðlaunað fyrir bestu stúlknasveitina. Eins og yngsta stigið deginum áður þá unnu  nemendur í 4. – 7. bekk báða flokkana og verðlaunagripina sem voru í boði. B, C og D sveitir Rimaskóla voru líka efstar slíkra sveita á mótinu. Þau Aðalbjörn Þór í 6. bekk og Emilía Andradóttir í 7. bekk unnu allar sínar skákir sem er langt frá því að vera auðvelt. Glæsileg frammistaða þessara áhugasömu skákkrakka í Rimaskóla. Liðsstjóri krakkanna var Helgi Árnason og skákkennari Rimaskóla er Björn Ívar Karlsson. (HÁ)