Skip to content

112-dagurinn

112-dagurinn verður haldinn um allt land í dag, þriðjudaginn 11. febrúar, og er sjónum að þessu sinni beint að öryggi fólks í umferðinni. Til að minna á mikilvægi þess að fara varlega í umferðinni verður útkallstækjum viðbragðsaðila lagt á áberandi stöðum við helstu umferðaræðar á höfuðborgarsvæðinu á mestu annatímum í umferðinni. Útkallstæki lögreglu, slökkviliðs, björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Rauða krossins og Landhelgisgæslunnar verða sýnileg við helstu umferðaræðar kl. 8.00-9.00 og aftur kl. 16.00-17.30 á morgun. Samstarfsaðilar 112-dagsins utan höfuðborgarsvæðisins grípa víða til sambærilegra aðgerða.

Sjá nánar