Skip to content

Skólaslit og útskrift í Rimaskóla

Fimmtudaginn 4. júní 2020 fer fram útskrift 10.bekkinga. Hún hefst kl. 17:00 og verður haldin í hátíðarsal skólans. Foreldrar eru velkomnir sem og systkini á grunnskólaaldri.

Föstudaginn 5. júní frá kl. 08:30-11:00 verður haldið stórfenglegt karníval á skólalóð Rimaskóla. Fjöldamargar uppákomur verða s.s. Sirkus Ísland, hoppukastalar, andlitsmálning, leikjastöðvar og tónlist verður spiluð úti undir berum himni til að halda uppi stemmningu. Nemendur mega mæta með fjarstýrða bíla og leika sér á bílaþrautabrautinni sem verður sett upp. Foreldrafélagið styður skólann í þessari hátíð og hefur pantað Sirkusinn og hoppukastalana. Við hvetjum nemendur til að koma vel klædd því þrátt fyrir góða veðurspá er ekkert víst að lofthiti verður hár. Klukkan 11:00 munum við svo gæða okkur á pylsum og slaka aðeins á. Á slaginu kl. 12:00 munu skólabjöllur hringja inn og nemendur fara inn í skólastofur og hitta umsjónarkennara sína. Þar verður vitnisburður afhentur og nemendur kveðja kennarana sína. Því miður geta foreldrar ekki komið inn í skólann en rými er fyrir um 130 foreldra á skólalóðinni á meðan hátíðarhöldin fara fram utandyra. Gleðjumst saman en gleymum ekki að taka tillit til hvert annars!